Jöfur fasteignasala og leigumiðlun er í eigu tveggja starfsmanna Jöfurs, þeirra Magnúsar Kristinssonar og Ólafs Jóhannssonar. Fyrirtækið var stofnað árið 2007. Jöfur sérhæfir sig í sölu og leigumiðlun atvinnuhúsnæðis. Hjá Jöfur starfa í dag fimm starfsmenn sem allir eru löggiltir fasteignasalar og löggiltir leigumiðlarar. Starfsmenn Jöfurs hafa jafnframt fjölbreytta reynslu af ýmsum störfum í íslensku atvinnulífi.
Leitum með þér að hentugu atvinnuhúsnæði til kaups eða leigu. Hringdu í okkur í 534-1020 til að ræða þarfir þínar.
Veitum kaupendum ráðgjöf við tilboðsgerð og kaupsamningsgerð. Vinnum með kaupendum í gegnum fjármögnunarferlið.
Aðstoðum aðila við að semja um leiguskilmála sín á milli og veitum leigjendum ráðgjöf við frágang á tryggingarskjölum eftir því sem við á.
Finnum leigjendur, aðstoðum aðila við að semja um leiguskilmála sín á milli og göngum frá leigusamningum og tryggingarskjölum eftir því sem við á.
Gjald fyrir að koma húsnæði í útleigu nemur eins mánaðar leigufjárhæð auk vsk. ef leigutími er styttri en fimm ár en nemur tveggja mánaða leigu auk vsk. ef leigutími er fimm ár eða lengri.
Finnum kaupendur að atvinnuhúsnæði, hvort sem er með eða án leigusamninga og vinnum með kaupendum í gegnum fjármögnunarferlið.
Gerum verðmöt á fasteignum. Skilum ítarlegri skýrslu um fasteignina, með þinglýstum gögnum og rekstrarforsendum fasteignar.
Seljum fasteignir.
Leigjum fasteignir.