Jöfur logo
Skráð 29. jan. 2026

Gylfaflöt 10

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
212 m2
1 Herb.
Verð
125.000.000 kr.
Fermetraverð
589.623 kr./m2
Fasteignamat
51.950.000 kr.
Brunabótamat
76.200.000 kr.
Jöfur ehf.
Mynd af Magnús Kristinsson
Magnús Kristinsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 2021
Sameiginlegur
Til sölu vandað iðnaðarhúsnæði að Gylfaflöt 10-12, 112 Reykjavík, eign nr. 0107, stærð 212 fm.

Lofthæð er mikil, allt að 8 metrum þar sem hæst er í sal. Milliloft er steypt á því er ein lokuð skrifstofa og alrými með eldhússinnréttingu. 
Gólfefni í sal er epoxy, en parket á milligólfi.
Jarðhæð er 153,9 m², lofthæð er ca. 3,5 metrar á 63,8 fm. hluta en 7-8 metrar á 90,1 fm. hluta.
2. hæð er 58,1 m². Lofthæð er 3-4 metrar á hæðinni.
Innkeyrsludyr eru rafdrifnar 4,5 m. á hæð.
VSK kvöð er á húsnæðinu og skal kaupandi yfirtaka hana við kaupsamning.

Um er að ræða staðsteypt hús á frábærum stað, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í stofnbrautir. Lóðin sem húsið stendur á er 3.541 m².
Húsið er einangrað og klætt að utan með ljósgrárri sléttri álklæðningu.
Sér hiti er í hverju bili og eru bæði neysluvatn- og hitalagnir tengdar við sér mæli hvers eignarhluta. Milliveggir eru úr samlokueiningum (ullareinangraðar) og er burðarkerfi þeirra úr límtré. Stigi milli hæða er úr stáli.

Þak hússins er frá Límtré Vírnet og er úr samlokueiningum (ullareinangraðar) og er burðarkerfi þaks úr límtré. Stór og bjartur þakgluggi er í hverju bili sem einnig sér um reyklosun. 
Gólfhiti er á jarðhæð en ofn á efri hæð. Planið framan við bilið er steypt að hluta og er snjóbræðsla í steypta hlutanum.

Eignin er skráð á byggingarstigi B3 (tilbúið til innréttingar) og á matsstigi 8 (tekið í notkun í byggingu).


Nánari upplýsingar veitir Magnús Kristinsson löggiltur fasteignasali, í síma 861-0511, tölvupóstur magnus@jofur.is

Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, sem er 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur en 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili. Greiði kaupandi hluta kaupverðs með láni, þá greiðir hann lánveitanda lántökugjald og skjalagerðarkostnað. Kaupandi greiðir þinglýsingu kaupsamnings, afsals og veðskjala. Kaupandi greiðir umsýslugjald til Jöfurs ehf. að fjárhæð kr. 82.460,- 
Jöfur fasteignasala sérhæfir sig í faglegri ráðgjöf og þjónustu við kaup, sölu, leigu og verðmat atvinnuhúsnæðis, með persónulegri aðstoð fyrir kaupendur, seljendur, leigjendur og fjármálastofnanir. Hafðu samband í síma 534-1020 til að ræða þínar þarfir.
Hafðu samband
sala@jofur.isS: 5341020
Suðurlandsbraut 4a
kt. 510507-0960
Hlekkir
© Copyright 2026 - Jöfur
Knúið af
Fasteignaleitin