Til leigu um 360 m² skrifstofuhúsnæði á 5. hæð við Holtasmára 1. Laust strax.
Húsnæðið skiptist í móttöku, kaffikrók, 5 lokuð skrifstofurými, setustofu og tvö salerni. Svalir. Á jarðhæð er læst gerði fyrir reiðhjól og sturtuaðstaða.
Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð byggingar með stórbrotnu útsýni til allra átta. Eftirsótt bygging á vinsælum stað á miðju höfuðborgarsvæðinu. Eignin er vel þekkt sem Hjartaverndarhúsið. Við húsið, á plani úti til austurs, er fjöldi bílastæða fyrir viðskiptavini og starfsmenn hússins. Kerfisloft og lýsing í loftum. VSK leggst við leigufjárhæðina.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali, 897 7086 hmk@jofur.is.