Til sölu gott nýtt iðnaðar og lagerhúsnæði í Einhellu 2, Hafnarfirði. Húsnæðið er að birtu flatarmáli 147,1 m² með hárri innkeyrsluhurð. Grunnflötur húsnæðisins er 119,8 m² og efrihæð er 27,3 m². Lofthæð er um 8 metrar en um 4,5 undir efrihæð. Þriggja fasa rafmagn. Lóðin er malbikuð. Góð aðkoma.
Samkvæmt samþykktum teikningum dags. 28. júlí 2022 er stærð rýmis 160,9 m². Grunnflötur er 125,8 m² og efri hæð er 35,1 m².
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Bergsveinn Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 863-5868, bergsveinn@jofur.is. Nánari lýsing eignar 0108: Húsið er stálgrindarhús klætt með yleiningum. Báruklæðning er sett utan á yleiningarnar.
Grunnflötur húsnæðisins er 119,8 m² og geymsluloft er 27,3 m²
Brunaútgangur/flóttaleið er í miðju húsnæðinu,
Stál inngönguhurðir og plastgluggar.
Innkeyrsluhurðin eru 4,0 m á hæð, 3,6 m breið og rafdrifin.
Bilið eru upphitað með hitablásurum.
Gólfin eru steypt. Góð lýsing í öllum rýmum.
Húsið samanstendur af 14 bilum og gert er ráð fyrir 58 bílastæðum og þarf 12 rafmagnshleðsrafmagnshleðslustæðum.
Eignin er á byggingarstigi B2 og matsstigi 4
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Jöfur ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
________________________
Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, sem er 1,6% fyrir lögaðila af fasteignamati eða samkvæmt annarri upphæð sem sýslumaður ákveður hverju sinni. Greiði kaupandi hluta kaupverðs með láni, þá greiðir hann lánveitanda lántökugjald og skjalagerðarkostnað. Kaupandi greiðir allan kostnað við yfirtöku áhvílandi lána. Kaupandi greiðir þinglýsingu kaupsamnings, afsals og veðskjala og er kostnaður við það kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Kaupandi greiðir umsýslugjald til Jöfurs ehf. að fjárhæð kr. 77.50